Ég hlusta í húmi nætur. 

Ég heyri við yztu höf 

skóhljóð dáinna daga, 

drauma, sem huldust gröf.

- Þórbergur Þórðarson



SKÓHLJÓÐ DÁINNA DAGA

Ljósmyndasýningin Skóhljóð dáinna daga er nýstárleg nálgun myndlistar þar sem sterk náttúruupplifun er tengd við orðsins list. Umhverfi Þórbergsseturs og svarthvítar myndir Evu Þorbjargar Schram kallast á. Utandyra hverfist ægifegurð fjölbreyttrar náttúru, sem best er lýst með orðum Þórbergs Þórðarsonar – enda tala steinarnir, náttúran andar og veraldarhafið syngur margradda vísur í suðri. 

Í verkum sínum færir Þórbergur Þórðarson lesendum sínum innsýn í veruleika sem íslenskt tungumál og hugarheimur eru að stórum hluta sprottin úr. Hann bjó yfir þeim hæfileika að geta persónugert alla skapaða hluti. Allt lifnaði við fyrir sjónum hans og þá í senn manns eigin. Með ritmálinu lífgaði Þórbergur orðin við og tengdi skrif sín við raunverulegt umhverfi svo að síðari tíma menn gætu haldið lifandi sambandi við uppruna sinn.

Á sýningunni Skóhljóð dáinna daga birtist okkur umhverfing listarinnar þar sem liðinn listamaður kennir þeim lifandi að nota augun öðruvísi. Það minnir okkur á mikilvægi sögunnar, en hvetur okkur líka um leið til að rækta tengingu við liðna tíð, sem er meginmarkmið með starfsemi Þórbergsseturs. Nútíminn á að tengjast glæðum fortíðar, okkur er hollt að staldra við og sjá ,,hið stóra í hinu smáa”, - en einnig að auðga líf hversdagsins með því að örva skynhrif okkar. Þannig getur orðaveröld skáldsins náð að teygja sig til okkar og verið áhrifavaldur í sköpun samtímamyndlistar eins og hér fær að koma í ljós.

Eva Þorbjörg Schram skynjar í gegnum verk Þórbergs lifandi skuggaveröld náttúrunnar. Og þegar þokan læðist yfir og vindskýin og landnyrðingurinn þjóta bak við fjallseggina lifna klettarnir við. Þá eru þeir ,,á harðahlaupum og þegar maður er búin að horfa dálitla stund er allt fjallið komið á fleygiferð”... ,,svona er þá heimurinn laus í sér” og ,,þvílík eilífð” er líf steinanna í fjallinu.

Áhorfandi situr eftir hljóður og hugsi um undrið sem náttúran gefur okkur. Þetta er töfrastundin –dimmumót – þegar landið lifnar við og í hugann læðast óljósar minningar um forna leyndardóma og furðuvættir sem í landinu búa. 


 Þorbjörg Arnórsdóttir
 forstöðumaður Þórbergsseturs

The photography exhibit takes a novel approach to visual arts where a strong sense of nature is linked to the art of the written word. The environments of Þórbergssetur and Eva Þorbjörg Schram’s black-and-white photographs echo each other. Outside, the devastating beauty of a diverse nature surrounds all, best described in Þórbergur Þórðarson’s words – for the stones speak, nature breathes, and the world’s ocean sings multi-voiced melodies in the south.

In his works, Þórbergur Þórðarson brings his readers an insight into the reality from which the Icelandic language and mentality largely spring. He had a special talent of anthropomorphizing all things in creation. Everything came alive in his eyes, and so in the eyes of his readers. With the written language, Þórbergur brought words to life and linked his writings to a real environment so that people of later times could maintain a living connection to their origins.

In the exhibit Skóhljóð dáinna daga, we are presented with the surrounding effect of art where a deceased artist teaches a living one to use her eyes differently. We are reminded of the importance of history but also encouraged to develop a bond with the past, which is the main goal of Þórbergssetur’s work. The present should be connected to the embers of the past. It does us good to take a break and see “the big in the small” – but also to enrich our daily lives by stimulating our sensations. This, the poet’s world of words can reach us and influence our modern artistry as shall be demonstrated here.

Through Þórbergur’s work, Eva Þorbjörg Schram senses a living shadow world of nature. When the fog sets in and the clouds and northeast wind blaze behind the edges of the mountain, the rocks come alive. They “start sprinting, and when you’ve watched for a little while, the whole mountain has taken off” … so this is how loose the world is” and “what eternity” is the life of the mountain’s stones.

The viewer sits in silence and contemplates the wonders given to us by nature. The mind takes wing and the almighty’s greatest work of poetry steps in. This is the magical moment – the dark convergence – where the scenery comes alive and the mind is beset by hazy memories of ancient mysteries and fantastical creatures living in the land.



Using Format